<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





sunnudagur, desember 30, 2007

Plís kæri Jésú...

Ég óska þess SVOOO heitt að ofsaveðrið rífi af þakið hjá Flugeldasölu Sjonna Stuð og að björgunarsveitirnar þurfi að koma og bjarga þeim.

Hvaða fábjánaskapur er þetta? Palli á inniskónum bara mættur til að stela úr einu tekjulind þeirra sem bjarga mannslífum? Ég segi bara lögbundið einspil á þetta: Björgunarsveitir og íþróttafélög. Hananú.

Jæja Palli minn, keyptu þér bara vélsleða fyrir ágóðann og lentu í snjóflóði.

fimmtudagur, desember 27, 2007

FBL2

Var að lesa lista yfir jólagjafir sem nokkur valin fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu. Flest mjög fínt...

Síminn, Vodafone, EJS og Glitnir-
Tivoli útvarp

Flotterí! Ég á svona og finnst það frábært tæki. Smá hóp-afsláttur í gangi þarna, en gott hjá þeim og gleðilega Gullbylgu til starfsmanna þeirra.

Lífeyrissjóður Ríkisstarfsmanna-
Alvar Aalto vasi

Afar höfðinglegt. Mér væri reyndar skítsama ef minn mundi detta niður tröppur og mölvast, en þetta er ofsa lekkert og mikið statustákn.

Íslensk Erfðagreining-
30.000kr. gjafabréf frá Icelandair

Geggjað! Má ég fá vinnu við að vaska upp tilraunaglös?

Actavis-
Hundrað þúsund kall!

En frábært. Ég skal meiraðsegja fyrirgefa ykkur þessar glötuðu auglýsingar þar sem Ólaprik-pillurnar dansa og fara í spígat. Ég kann uppskrift að heimatilbúnu Magnýl ef þið viljið ráða mig.

SPRON-
Bókin um Kjarval

Ha?

SPRON-
Bókin um Kjarval

Einu sinni enn?

SPRON-
Bókin um Kjarval

ÓÓÓKEEY, ekki alveg að standast samanburð þarna, SPRON? Fylgdi eitthvað fleira með í jólabónusnum? Kannski SPRON-dagatal, SPRON-klinkbudda og SPRON-gjaldmiðlahandklæði?

Mér hefur alltaf fundist SPRON vera einhver hallærislegur færeyskur bónda-frændi hinna bankanna. Á meðan KupThing og Landsbeink eru að ríða snekkjum, sigla fyrirsætum og að kaupa Bólivíu er SPRON að versla í Dressmann, klippa út tilboðsauglýsingarnar frá Europris og að telja dósir niðri á BSÍ.

Hey SPRONarar! Ráðið mig í vinnu sem jólagjafaráðgjafa. Þá verður ekkert lengur farið niðrí prentsmiðju með fimmþúsundkróna budget að kaupa óseld eintök af einhverri bók (bara hvaða bók sem er! Tíminn er naumur!). Þá verður sko seglbretti og lífstíðarbyrgðir af Lindubuff handa hverjum starfskrafti.

Prentsvertuputtar

MMMM, nýtt Fréttablað eftir jólafrí. Ég var kominn með fráhvarfseinkenni eftir að hafa eytt þremur ömurlegum dögum án þess að lesa um bjánagang annarra. Nei, djók, ég er jólabarn... en ég saknaði þess samt að hnussa af hlátri yfir fyrirsögnum.

FBL í dag var svo uppfullt af skemmtiatriðum að það var einsog garðslanga sem hrekkjugrís hefur böglað og svo sleppt framan í litlafrænda. Vatnsgusur og mamma að rassskella*.
*Alltaf gaman þegar maður má skrifa 3 eins stafi í röð. Rassskella, poppplata, illlyndur... krakkkaka.

Nokkrar góðar:
Blindfull kelling í slag við þrjá karlmenn í Breiðholti (represent!), Jón Ásgeir kosinn "viðskiptamaður ársins 2007" (óvæntustu úrslit síðan The Dream Team var og hét) og skarpir glæponar sem voru gripnir eftir að löggan elti slóðina eftir vélsleðann sem þeir stálu.


En mín uppáhalds:

TEKINN MEÐ 23.000 E-TÖFLUR Í LEIFSSTÖÐ

Bíddu, var þessi smyglari að vakna úr dái nýlega og hélt að árið væri 1996?

Sorrý, en ég er ekki alveg inní fávita-senunni, en er í alvörunni markaður fyrir þessu? Glætan. Ekki einu sinni á dýrðarárum Uxahátíðarinnar hefði maður getað fundið 23.000 manns sem væru til í að taka eina epillu. Ég held að raunin í dag séu 23 gæjar í Keflavík sem taka þúsund.

mánudagur, desember 24, 2007

óskir og gleði

Eigið góð jól, grísirnir mínir.


laugardagur, desember 22, 2007

Skúp

Mér finnst þessi umræða um auglýsingahléið í Skaupinu vera svo glötuð að ég virði hana varla álits. En ég hlýði sjaldan dómgreind minni þannig að ég læt bara vaða mar. Bara vaaða. Kýl'áða. Afstaðbara!

Í fyrsta stað, hvað er fólk eiginlega að grenja yfir þessu? "SKAUPIÐ SELT!!!" Veinaði DV. "ER EKKERT HEILAGT LENGUR??" Skrækti einhver guðhrædd kveifin í fréttunum. "SKIPTA ÞARF UM BLEIU Á ÞJÓÐINNI" sagði ímyndað blað í höfðinu á mér.

Heyrðu vinur, steinþegiðu. Þetta er fokking Áramótaskaupið. Þetta er Pálmi Gestson með hárkollu að rappa um fjárlagahallann og kvótakerfið. Það má alveg vera auglýsingahlé í staðinn fyrir Skaupið að mínu mati. Þetta sjónvarpsefni er glötuð töf á annars góðu rakettu/drykkjukvöldi. Eina ástæða þess að ég horfi á Skaupið er svo ég þurfi ekki að standa einn úti í garði með blys. Rauður loginn speglast í einsömu tári.

Þetta verður rosalegasta klósettpása sögunnar. Mínútu auglýsingahlé í sófaskyldum klukkutíma á mesta gos-bjór-malt drykkjukvöldi ársins þýðir örtröð á snyrtinguna. Hvað ætli gerist þegar þrjú hundruð þúsund klósettum er sturtað samtímis?

Annars lýg ég því ekki, að ég er ofsalega spenntur fyrir auglýsingunni frá Remax. Ég man eftir jóla/áramótaauglýsingunni frá Baugi þar sem "Ríðum ríðum rekum yfir sandinn" var í hamrandi þungarokkútgáfu og myndirnar sýndu hversu ofsalega stórar, flottar og manntroðnar byggingar fyrirtækið á.. og hversu flott neonskilti voru utaná téðum byggingum. RÚNK! RÚNK! RÚNK! slóg takturinn í hverju trommuhöggi. Gítarsóló!!!


Nákvæmlega þannig verður auglýsingin frá Remax. Hárgelaðar standpínur með símaheyrnatól, handatak og lyklar afhentir, Range Rover að renna í hlað á glænýrri heimreið og fljúgandi skot af glitrandi húsum með parketið utaná og svart jólatré inní stofu.

"VIÐ ERUM REMAX!" Segir sólryðguð skessa með aflitað hár og snákavarir. Vinnur ekki Ásgeir Kolbeins þarna? Hann verður með. Að veifa hendi yfir björtu rými. "Velkomin heim" segja svört stingandi augun.

"VIÐ FINNUM HEIMILI!" Segir kúkur með hökuskegg. Hann verður í svona Remax þyrlu að skima yfir byggingarsvæði í Kópagrafarvogi. "lendum hér og látum drauma rætast" segir puttinn hans sem bendir flugmanninum hvert á að stýra.

"FYRIR ÞIIIIIG!" hrópar allur starfshópurinn sameinaður í kuldanum fyrir utan bækistöðvarnar. Kranaskotið svífur til himna þar sem rakettur púmma og logoið kemur upp. Að sjálfsögðu með gleráferð og Apple speglun.

Ég hef ekki það illt ímyndunarafl að geta hugsað mér tónlistina sem þeir munu nota. Sjitt.


Ég segi bara meiri auglýsingar í Skaup-hálfleik. Alger veisla fyrir okkur sem höfum gaman að glötuðum auglýsingum. Þetta verður Eden fyrir Þorstein Guðmundsson.

föstudagur, desember 21, 2007

Lizt

Var að setja listann minn yfir bestu erlendu pötur ársins á Skrúðgönguna. Skoða!

fimmtudagur, desember 20, 2007

"A severed leg is the perfect stocking stuffer."
-Mitch Hedberg

Eitt af þeim fyrirbærum í okkar nánustu fortíð sem mér finnst svo unaðslega glatað, þeas elska að hata að elska, er blessuð Myspace sjálfsmyndin.

Fyrir krist áttu egyptarnir sínar veggmyndir með böggluðum útlimum. Í endurreisninni áttu feneyjarbúar olíuportrett í gullinsniði. Á upphafsárum nýs árþúsunds áttum við blörraðar myndir af okkur að líta til hliðar, teknar ofanfrá.

En olnbogar, upphandleggir og krumpaðar axlir koma alltaf upp um þá staðreynd að fólk hefur eytt mörgum tímum í að vanda sig að taka myndir af sjálfu sér að vera geðveikt bored og annars hugar.

En það er komin lausn!



Já, þökk sé Urban Outfitters (bara nokkrum árum of seint), getur þú tekið öll þau ofan-frá sjálfsportrett án þess að nokkurn gruni að þú sért vinalaus og ástfanginn af sjálfum þér.

Án vafa jólagjöf ársins 2005.

miðvikudagur, desember 19, 2007

Óvænt jólagjöf

Úr 24 Stundir:
"Stundum eru klementínurnar þó með steinum en það er aðeins eftir að býflugur hafa mengað þær með fræjum úr öðrum ávöxtum."

Eehh, oj? Heyrðu, Klemó, hvaða fleiri leyndarmál hefur þú að geyma? Ertu skoluð uppúr ömmuhlandi?

krot

SANTA'S TEAM
SATAN'S MEAT

föstudagur, desember 14, 2007

Já farðu undir teppi vinur.

Bréfberar þora ekki út
Mogganum verður ekki dreift
Herjólfur siglir ekki
Flug liggur niðri
Rútur fara ekki fet
Tjóðrið börnin niður!
Foreldrar! Sækið börn ykkar!
Veðrið setur allt mannlíf úr skorðum
EKKI FARA ÚT!

Hvaða djöfulsins VÆL er þetta!

Það mætti halda að Hurricane Katrina væri bara mætt á svæðið. Ég hélt að þetta væri Ísland, en ekki bleiuland.

Gungur.

fimmtudagur, desember 13, 2007

Snjallræði dagsins

Löggan í Conyers, Georgia er í miklu átaki gegn þjófnaði úr bílum. Þeir þramma um borgina og setja gula miða í glugga á bifreiðum sem geyma verðmæti á glámbekk.



Kæri borgari!

Við tókum eftir að fartölvan þín liggur í framsætinu. Einnig eru pokar fullir af áfengi á gólfinu, jólapakkar í aftursætinu, veskið þitt bersýnilegt og mjög girnilegt Snickers situr á mælaborðinu.

Þessi miði er áminning til þín að skilja ekki eftir verðmæti í bílnum sem freista þjófa.

Knús,
Lögreglan



Eeeeeehhhh takk, lögga. Núna er verðmætafulli bíllinn minn merktur með neongulri auglýsingu sem segir í raun, "Hey þjófsi! Hér! Hér er PS3! Ekki sóa mínútu til viðbótar í að kíkja inn um glugga á verðlausum bílum! KOMMMDUUU!"

Jæja, borgararnir vita þá amk hvers vegna allar jólagjafirnar eru horfnar, þegar þeir sjá gula miðann innan um glerbrotin á gangstéttinni.

mánudagur, desember 10, 2007

Fjúffh

Wá, þvílíkt endemis tussurok er úti. Þetta minnir bara á storminn í fyrra.

Við Jónína vorum niðri að draga inn pottatrén þegar glugginn í þvottaherberginu skyndilega gaf sig. Vindurinn hrifsaði rúðunni burt í heilu lagi og gluggatjöldin, þvottavélin og Jónína soguðust út.

Ef þið sjáið þvottavélina einhversstaðar, látið mig vita.

laugardagur, desember 08, 2007

Plötusnúður kvöldins

Ég mun spila tónlist af tölvunni minni, einn inni í stofu heima hjá mér frá klukkan 22:00 þangað til ég fer að sofa.

Dagskráin byrjar með smá Lucero Cardogan, Billy 'Motional og Calculator Crew. Fer síðan yfir í sjaldheyrða eitísmúsík og gömul auglýsingastef. Kvöldið nær hámarki þegar Taylor&Taylor, Fad Gadget, Facemeat og The Panda Sluts fá að hljóma.

Um tvöleitið mun ég spila allt Chip Cola and the Cavity Controls boxsettið.

Kvöldinu lýkur með syrpu af tilraunakenndri kvikmyndatónlist og einlægu MSN trúnó við nána vini.

Be there in spirit or be square in vomit!

Ich bin ein augnaleppur

Sko. Það er bara ekki farrrrrrrrrræðilegur möguleiki að þetta verði góð mynd:



Ertu ekki að fokking grínast? Getur þú ímyndað þér gerfi-hreiminn? Þessi mynd af Tommy Girl í hlutverki "Claus von Stauffenberg"er búin að sitja á sálu minni síðastliðið hálft árið einsog einhver mynd af Arnold Schwarzenegger í hlutverki Önnu Frank og ég get bara ekki haldið þögn minni lengur.

Tom Cruise sem dyggur nasisti sem verður hluti af morðtilraun gegn Hitler? Ég sé fyrir mér dramatískasta atriðið: "Mein fúrer... (allt í einu hverfur hreimurinn) It's time to punish yer sorry ass for all them jews loosin their lives. Gitt ready for sum asswhoopin. Who's gonna save yer brain now."

Eldsprengingar og hríðskotabyssu-bílaeltingarleikur.

Svo auðvitað misheppnast morðtilraunin og hann verður skotinn af aftökusveit. Þá verður það þannig að nöfn gyðinga munu speglast í tárum hans sem renna undan leppinum þegar hann verður tættur í sundur. Og hann alveg, "FREEEDOOOOOOMM!"

Það er engin furða að þjóðverjar hafi bannað vísindakirkjuna þar í landi. Ég er grínlaust farinn að spá í að ganga í fávitasöfnuðinn. þá get ég amk farið að biðja til dagsins sem geim-ryksugan sækir þennan kosmíska eyðimerkursvepp.

miðvikudagur, desember 05, 2007

Íslendingur

Ég vil óska Jóni Sigurðssyni til hamingju með að hafa verið kosinn formaður nemendaráðs Verzlunarskólans. Hann lofar flottari böllum og fleiri bílastæðum fyrir nemendur.

sunnudagur, desember 02, 2007

Sunnudagsdjókur

Eldgamalt, en alltaf jafn fyndið.



Hvaðan kemur annars líkingin "Eld"gamalt? Ég hélt einmitt að eldur væri ófær um að ná háum aldri. Eldur er James Dean frumefnanna: Heitur skápahommi sem lifir hratt, deyr ungur og skilur eftir sig sviðið lík.

laugardagur, desember 01, 2007

Ég elska Roxy Music svo mikið - ástæða 9269: Meðlimaskipanin er algert blandípoka.

Píkukítlarinn Bryan Ferry, smjörtillinn sá, einsog útriðið diskótekhúsgagn. Með kókaínblóð í lendum og kynlífsbrák á hvarmi. Æsilegt látbragð og munúðarfullt trítl um sviðsmyndina æsir kvendirnar svo uppúr ætlar að sjóða.

Trymbillinn: Uppreisnargjarn sonur útfararstjóra, með hárið og kvenlegar mjaðmirnar að vopni. Treyjan svo flegin að hálsmálið og buxnaklaufin eru einn og sami inngangurinn.

Strengjaspilarar hirtir úr TapaðFundið í þjónustumiðstöð sígaunahraðlestarinnar. Spilavítisræningi frá villta vestrinu puttar bassann á meðan Launbarn Einsteins og Leppalúða sólóar undir hári úr gamalli ullarkápu.

Saxófónblásarinn er óstöðvandi. Þetta uppfinningamenni möllettsins vaknaði eftir hvataferð til tungla Satúrnusar með illskæðan geimverukynsjúkdóm. Gigginu í myndverinu yrði ekki frestað, þannig að bestu satínbrókunum var smokrað utanyfir ógurleg kýlin sem þöktu fótleggina. Blástu, geimdrusla. Blástu.

Lengst til vinstri, hnappaknapinn Brian Eno. Að vana einsog kjúklingur með alnæmi.



Lagið líka tussuflott.